Þóra Bergný Kletturinn í austfirskri ferðaþjónustu
Þóra Bergný Guðmundsdóttir, sem rekið hefur farfuglaheimilið Hafölduna á Seyðisfirði frá árinu 1975, hlaut viðurkenninguna „Kletturinn" á uppskeruhátíð Ferðamálasamtaka Austurlands um helgina. Meet the Locals og Travel East hlutu verðlaun fyrir frumkvöðlastarf.Klettinn hljóta þeir sem lengi hafa staðið í framvarðalínu atvinnugreinarinnar á Austurlandi. Sem fyrr segir hefur Þóra rekið farfuglaheimili á Seyðisfirði í tæp fjörutíu ár en hún hefur að undanförnu eflt starfsemina því hún keypti „Gamla spítalann" og gerði hann upp.
Þar með getur hún tekið á móti gestum allt árum en það var ekki hægt þar sem fyrra húsið er á snjóflóðahættusvæði og lokað frá október fram í apríl.
„Þóra er borin og barnfæddur Seyðfirðingur og menntaður arkitekt. Hún hefur verið öflug á sviði menningarmála í bænum, skráði húsasögu Seyðisfjarðar sem kom út árið 1995 og hefur verið talsmaður fyrir verndun húsaarfsins á Seyðisfirði. Hún hefur átt mikinn þátt í því að gera bæinn að eftirsóttum viðkomustað ferðamanna," segir í umsögn dómnefndar.
Meet the Locals og Travel East deilda frumkvöðlaverðlaun samtakanna. Það hefur ekki gerst áður en dómnefndin taldi ekki hægt að gera upp á milli þeirra. „Þau fóru af stað á svipuðum tíma, spanna yfir allan fjórðunginn, margir ferðaþjónustuaðilar taka þátt í þeim, markaðssetningin er heildstæð, og bæði verkefnin gagnast Austurlandi öllu,"
Tanni Travel kom á Meet the Locals sem er samvinnuverkefni margra ferðaþjónustuaðila og sveitarfélaga á Austurlandinu undir einu vörumerki. „Verkefnið sameinar flest það sem Austurland býður uppá og kemur jafnframt til móts við aukna eftirspurn ferðamanna eftir því sem er „ekta" og upprunalegt," segir í rökstuðningnum.
Austurför hafa gert vörur og þjónustu margra ferðaþjónustuaðila á Austurlandi aðgengilega í gegnum netið með ferðasöluvefnum TravelEast.is.
„Þær hafa hvatt til vöruþróunar og lagt mikið í markaðssetningu svæðisins. Áður var kvartað yfir því að afþreyingu skorti á Austurlandi. Með tilkomu TrvelEast.is verður því ekki lengur haldið fram."
Mynd: Stefán Bogi Sveinsson.