Búið að loka Fjarðarheiði: Björgunarsveitir kallaðar út til að losa bíla

rutubjorgun 09102013 nikkibraga 2 webBjörgunarsveitin Ísólfur var í dag kölluð út á Fjarðarheiði til að losa fjóra bíla sem þar sátur fastir. Ferðamenn eru áminntir um að virða lokanir vega.

Þetta kemur fram í frétt frá Landsbjörg. Fleiri austfirskar sveitir hafa verið kallaðar út í dag en bíll var sendur frá Egilsstöðum til að sækja fólkið sem var í bílunum á Fjarðarheiði til byggða.

Þá var björgunarsveitin Jökull á Jökuldal einnig kölluð út til að sækja bíl sem var fastur á Jökuldalsvegi.

Í tilkynningu Landsbjargar er brýnt fyrir vegfarendum að vera ekki á ferðinni á fjallvegum nema á mjög vel búnum bílum, að ferðast ekki einbíla þar sem veður er vont og færð slæm og skilja alltaf eftir ferðaáætlun þar sem fram kemur væntanlegur komutími á áfangastað. Einnig skal ávalt virða lokanir vega.

Ófært er og óveður á Fjarðarheiði og ófært um Vatnsskarð til Borgarfjarðar. Þungfært er á Möðrudalsöræfum og snjóþekja á flestum öðrum vegum á Austurlandi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar