Jónína Rós: Alltaf vonbrigði að ná ekki settu markmiðið

Jónína Rós Guðmundsdóttir

Jónína Rós Guðmundsdóttir, sem um helgina varð í þriðja sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi segir það hafa vonbrigði að ná ekki settu marki sem var annað sætið. Næsta verk sé að berjast fyrir áframhaldandi stjórn jafnaðarmanna á Íslandi.

„Það eru alltaf vonbrigði að ná ekki settu marki,“ sagði Jónína í samtali við Austurfrétt. „Það vantaði líka sárlega lítið uppá, 23 atkvæði í 1. og 2. sæti hefðu hjálpað mér að ná markinu,“ segir hún.

Kristján Möller leiðir listann áfram og fékk yfirburðakosningu í fyrsta sætið en Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls kemur ný inn í annað sætið.

„Þetta er lýðræðisleg niðurstaða, henni hlíti ég og er ánægð með að eiga hana án nokkurra skuldbindinga. 

Næst á dagskrá er að vinna að mínum hjartans málum í þinginu og síðan eftir áramót að berjast fyrir áframhaldandi stjórn jafnaðarmanna á Íslandi um leið og ég þurrka kannski rykið af meistararitgerðarskrifunum sem hafa legið undir pólitísku ryklagi síðan í febrúar 2009.“

Jónína var í þriðja sæti síðast en Samfylkingin fékk þá þrjá menn í kjördæminu. Sú kosning var nokkuð tæp því Jónína var inn og út af þingi á kosninganóttina. Fylgi flokksins á landsvísu hefur minnkað nokkuð frá kosningunum.

Hún telur samt góðar líkur á að flokkurinn geti haldið þingmönnunum þremur í Norðausturkjördæmi. „Við erum á blússandi siglingu í skoðanakönnunum allavega.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.