Vísbendingar um bilun í flugvél Flugfélagsins á Egilsstöðum í morgun
Morgunflugi Flugfélags Íslands frá Egilsstöðum seinkaði um þrjá klukkutíma í morgun vegna bilunar í fyrri vélinni. Ekki eiga að koma til frekari tafir vegna þessa í dag.„Það var merki um að afísingarbúnaður væri mögulega bilaður," segir Árni Gunnarsson, forstjóri Flugfélags Íslands.
Flugvirki var sendur austur með næstu vél til að greina bilunina betur og gera við. Farþegar fóru hins vegar með henni klukkan 11:55 í stað 8:55.
„Þessi bilun á ekki að hafa áhrif á annað flug," segir Árni.