Kristján Möller með örugga kosningu í fyrsta sætið: Erna rétt hafði Jónínu
Kristján Möller leiðir lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi í komandi þingkosningum eftir yfirburða kosningu í forvali flokksins sem fram fór í gær. Erna Indriðadóttir tók annað sætið, 22 atkvæðum á undan þingmanninum Jónínu Rós Guðmundsdóttur.
Kristján, sem setið hefur á þingi, síðan árið 1999, fékk 609 atkvæði af 834 mögulegum í fyrsta sætið. Flokkurinn á þrjá þingmenn í kjördæminu sem allir gáfu kost á sér til endurkjörs.
Í öðru sæti varð Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls með 311 atkvæði í efstu tvö sætin. Jónína Rós Guðmundsdóttir, þingmaður, fékk 22 atkvæðum minna.
Hún náði hins vegar þriðja sætinu, sem hún skipaði í síðustu þingkosningum, með 403 atkvæðum í fyrstu þrjú sætin. Átján atkvæðum þar á eftir kom Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður. Hann var í öðru sæti listans síðast en féll í gær niður í fjórða sætið með 471 atkvæði í 1. – 4. sæti.
Helena Þ .Karlsdóttir varð í fimmta sæti með 571 atkvæði og Örlygur Hnefill Jónsson í því sjötta með 536 atkvæði. Þar fimm atkvæðum á eftir varð Friðbjörg Sigurjónsdóttir. Áttundi frambjóðandinn, Ingólfur Freysson, fékk 454 atkvæði.
Valið er bindandi fyrir efstu sex sæti listans. Ekki þurfti að beita ákvæðum til þess að tryggja jafnt hlutfall kynja