Sjáið snjóflóðið í Fannardal úr lofti - Myndir

fannardalur snjoflod 26032014 hsSnjóflóð féll í Fannardal í fyrrinótt skammt við athafnasvæði Metrostav sem vinnur að gerð nýrra Norðfjarðarganga. Snjóflóðið var nokkuð kraftmikið og staðnæmdist um tíu metra frá veginum sem liggur inn í göngin.

Engar skemmdir hlutust í flóðinu sem átti upptök sín í gili fyrir ofan svæðið. Talið er að mikil úrkoma hafi komið því af stað.

Meðfylgjandi loftmyndir af flóðinu tók Hlynur Sveinsson í Neskaupstað.

fannardalur snjoflod 26032014 hs 2fannardalur snjoflod 26032014 hs 3fannardalur snjoflod 26032014 hs 4fannardalur snjoflod 26032014 hs 5fannardalur snjoflod 26032014 hs 6

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar