Litlar breytingar í efstu sætunum hjá framsóknarmönnum á Héraði

alisti blisti heradLitlar breytingar verða á efstu sætum framboðslista Framsóknarflokksins á Fljótsdalshéraði frá síðustu bæjarstjórnarkosningum verði tillaga uppstillingarnefndar, sem lögð var fram á félagsfundi í gærkvöldi, samþykkt. Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjarstjórnar, er efstur samkvæmt tillögunni.

Þá er lagt til að Gunnhildur Ingvarsdóttir færi sig úr fjórða sæti í annað og Páll Sigvaldason haldi þriðja sætinu. Jónas Guðmundsson, bóndi á Hrafnabjörgum og fyrrverandi bæjarfulltrúi, er í heiðurssætinu.

Ekki er búið að staðfesta listann en búist er við að það verði gert á aðalfundi félagsins um miðjan apríl. Flokkurinn á þrjá bæjarfultrúa í dag og myndar meirihluta með Á-lista.

Tillaga að skipan í sæti er eftirfarandi:

1. Stefán Bogi Sveinsson, lögfræðingur og forseti bæjarstjórnar, Egilsstöðum
2. Gunnhildur Ingvarsdóttir, fjármálastjóri og varabæjarfulltrúi, Egilsstöðum
3. Páll Sigvaldason, ökukennari og bæjarfulltrúi, Fellabæ
4. Kristjana Jónsdóttir, verslunarstjóri og hundaræktandi, Rangá 3
5. Gunnar Þór Sigbjörnsson, útibússtjóri, Egilsstöðum
6. Eyrún Arnardóttir, héraðsdýralæknir og bæjarfulltrúi, Randabergi
7. Guðmundur Þorleifsson, heldri borgari, Egilsstöðum
8. Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, framhaldsskólanemi, Egilsstöðum
9. Björn Hallur Gunnarsson, verktaki, Rangá 2
10. Rita Hvönn Traustadóttir, garðyrkjufræðingur, Fellabæ
11. Þórarinn Páll Andrésson, bóndi, Fljótsbakka
12. Alda Ósk Harðardóttir, snyrtifræðingur, Egilsstöðum
13. Benedikt Hlíðar Stefánsson, vélatæknifræðingur, Egilsstöðum
14. Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, leiðbeinandi í leikskóla, Þingmúla
15. Ingvar Ríkharðsson, vélamaður, Egilsstöðum
16. Magnús Karlsson, bóndi, Hallbjarnarstöðum
17. Sólrún Hauksdóttir, ofuramma og bóndi, Merki 2
18. Jónas Guðmundsson, bóndi og fyrrverandi bæjarfulltrúi, Hrafnabjörgum 1

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar