Ætla að beita sér af fullum krafti í þágu sveitarfélagsins
Sveitarstjórn Djúpavogs heitir því að beita sér „af fullum krafti vegna þeirra hagsmuna sem í húfi eru fyrir byggðarlagið" eftir að Vísir hf. tilkynnti á föstudag að það hygðist hætta bolfiskvinnslu á staðnum.Þetta kemur fram í tilkynningu sem sveitarstjórnin sendi frá sér á laugardag. Þar kemur fram að fulltrúar sveitarfélagsins hafi fundað með fulltrúum fyrirtækisins, atvinnumálanefnd og öðrum hlutaðeigandi málum.
„Í framhaldi hafa fulltrúar sveitarfélagsins nú þegar gert áætlanir sem miða að því að leita lausna og munu forsvarsmenn sveitarfélagsins funda með hlutaðeigandi og ráðamönnum í komandi viku með það fyrir augum.
Fulltrúar sveitarfélagsins munu beita sér fyrir því að sem allra fyrst verði hægt að og upplýsa íbúa nánar um framvindu mála og að sjálfsögðu vilja forsvarsmenn sveitarfélagsins trúa því að farsæl lending finnist á málum," segir í yfirlýsingunni.
Mynd: Magnús Kristjánsson