Norræna mun áfram sigla til Austfjarða: Vandamálið snýst um Fjarðarheiðina

Runi V Poulsen webForstjóri Smyril-Line segir veginn yfir Fjarðarheiði vera þess valdandi að fyrirtækið skoði aðra áfangastaði en Seyðisfjörð fyrir ferjuna Norrænu. Ekki sé horft á viðkomustaði utan Austfjarða.

„Við vitum að Fjarðabyggð hefur áhuga á að bjóða fram Eskifjörð sem hugsanlegan áfangastað Norrænu en þar fyrir utan höfum við ekkert frekar um þau mál að segja," segir Rúni Vang Poulsen, forstjóri Smyril-Line í svari við fyrirspurnum Austurfréttar.

Eins og greint var frá fyrir helgi hefur sveitarfélagið Fjarðabyggð ákveðið að halda áfram viðræðum við Smyril-Line um að Norræna sigli framvegis mögulega til Eskifjarðar í stað Seyðisfjarðar í dag. Forsvarsmenn sveitarfélagsins segja fyrirtækið hafa óskað eftir viðræðum og því hafi verið orðið.

„Eins og við vitum öll þá er vegurinn yfir Fjarðarheiði, sérstaklega á veturna, atriði sem við þurfum að hafa í huga við gerð langtímaáætlana," segir Rúni.

Forsvarsvarsmenn Seyðisfjarðarkaupstaðar hafa óskað eftir að yfirmenn Smyril-Line komi til fundar við þá en við því hafa þeir ekki orðið enn.

„Við höfum rætt við Vilhjálm Jónsson (bæjarstjóra) þar sem við höfum meðal annars reynt að leggja áherslu á að vandamál okkar snúast ekki um höfnina eða bæjaryfirvöld á Seyðisfirði heldur færðina yfir Fjarðarheiði. Vilhjálmur er hins vegar velkominn til Færeyja hvenær sem er til að ræða málin við okkur."

Aðspurður að því hvort til greina komi að greina komu að leita að höfn fyrir Norrænu utan Austfjarða svarar Rúni.

„Við getum staðfest að Norræna mun á næstu árum sigla til Austfjarða."

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar