Stækkun fiskimjölsverksmiðjunnar á Vopnafirði á lokametrunum
Vonast er til að framkvæmdum við stækkun fiskimjölsverksmiðju HB Granda á Vopnafirði ljúki á næstu dögum. Framleiðslugeta verksmiðjunnar vex um tæpan þriðjung af þeim lokun. Verkinu á að mestu að vera lokið á miðvikudag þegar von er á kolmunna.Verksmiðjan hefur í dag starfsleyfi fyrir 850 tonnum á hráefni á sólarhring en eftir breytingarnar verður framleiðslugetan um 1.150 tonn á sólarhring.
„Með þessari aukningu getur verksmiðjan brugðist betur við þegar mikið magn afla kemur að landi á skömmum tíma, skilað betri nýtingu og verðmætari afurðum," segir í nýútkominni ársskýrslu fyrirtækisins.
Bætt er við loftþurrkara, mjölvindu, mjöltæki, eimingartækjum og pressu. Verksmiðjan, með þeim búnaði sem var fyrir stækkun, á að vera tilbúin til að taka á móti kolmunna á miðvikudag og eftir það eiga ekki að líða margir dagar þar til nýi búnaðurinn verður tekin í notkun.
Skip fyrirtækisins veiddu alls 24.000 tonn af loðnu á nýafstaðinni loðnuvertíð en í fyrra veiddu þau 86.000 tonn. Heildarkvótinn nú var mun minni enda fannst mun minna af loðnu. Vinnsla á aflanum manneldis gekk vel.
Á Vopnafirði voru ekki brædd nema 600 tonn af loðnu. Þar hafa menn áhyggjur af raforkuöflun til bræðslunnar þar sem seljendur orku hafa skert umframorku til stórnotenda vegna bágrar vatnsstöðu.
Á Vopnafirði bætist við takmörkuð flutningsgeta byggðarlínunnar. Í frétt á vef HB Granda segir að orkuskortur hafi ekki komið í bakið á mönnum þar á loðnuvertíðinni en beygur sé í mönnum fyrir kolmunnavertíðina.
Mynd: Örn Björnsson
Bætt er við loftþurrkara, mjölvindu, mjöltæki, eimingartækjum og pressu. Verksmiðjan, með þeim búnaði sem var fyrir stækkun, á að vera tilbúin til að taka á móti kolmunna á miðvikudag og eftir það eiga ekki að líða margir dagar þar til nýi búnaðurinn verður tekin í notkun.
Skip fyrirtækisins veiddu alls 24.000 tonn af loðnu á nýafstaðinni loðnuvertíð en í fyrra veiddu þau 86.000 tonn. Heildarkvótinn nú var mun minni enda fannst mun minna af loðnu. Vinnsla á aflanum manneldis gekk vel.
Á Vopnafirði voru ekki brædd nema 600 tonn af loðnu. Þar hafa menn áhyggjur af raforkuöflun til bræðslunnar þar sem seljendur orku hafa skert umframorku til stórnotenda vegna bágrar vatnsstöðu.
Á Vopnafirði bætist við takmörkuð flutningsgeta byggðarlínunnar. Í frétt á vef HB Granda segir að orkuskortur hafi ekki komið í bakið á mönnum þar á loðnuvertíðinni en beygur sé í mönnum fyrir kolmunnavertíðina.
Mynd: Örn Björnsson