Líneik Anna gefur kost á sér í annað sætið hjá Framsókn

lineik_anna_saevarsdottir.jpg

Líneik Anna Sævarsdóttir, skólastjóri Grunnskólans á Fáskrúðsfirði, hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað sætið á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar.

Þetta tilkynnti Líneik á kjördæmisþingi Framsóknarflokksins sem fram fór á Mývatni um síðustu helgi. Hún er stjórnarformaður Náttúrustofu Austurlands og sat um tíma í sveitastjórnum Austurbyggðar og Búðahrepps.

Ljóst er að baráttan um efstu sætin hjá Framsóknarflokknum verða hörð. Formaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og þingmaðurinn Höskuldur Þórhallsson berjast hatrammlega um efsta sætið.

Í annað sætið hafa einnig boðið sig fram Huld Aðalbjarnardóttir á Húsavík og Akureyringarnir Sigfús Karlsson og Anna Kolbrún Árnadóttir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.