Nýr bátur í flota Borgfirðinga: Fálkatindur kom til hafnar í morgun

falkatindur fm webNýr bátur bættist í flota Borgfirðinga þegar Fálkatindur kom til hafnar í fyrsta skipti upp úr klukkan sjö í morgun. Eigandinn Kári Borgar lýsir bátnum sem glæsilegu skipi.

„Það er gaman að vera með nýja og glæsilega báta," segir Kári.

Fálkatindur er ellefu metra langur, þriggja metra breiður og rúm 11 brúttótonn að stærð með um 500 hestafla vél. Hann er smíðaður í Seiglu á Akureyri.

Skipstjórinn verður Fannar Magnússon og hann kom á honum til Borgarfjarðar í morgun. „Ég mætti bara með stírurnar í augunum til að taka á móti honum," segir Kári.

Fálkatindur kemur í stað Glettu sem Kári seldi í fyrra. Hann gerir út þrjá báta, aðallega á línu og handfæri en einnig grásleppu þetta árið. Kári er ekki bjartsýnn á grásleppuveiðar í ár. „Ég reikna ekki með að fara neitt."

Mynd: Fannar Magnússon

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar