„Menn vildu bara að sparisjóðurinn lifði"

nesk jan12 webRúmar 250 milljónir sem heimamenn söfnuðu í nýtt stofnfé var forsenda þess að ríkið kom að fjárhagslegri endurskipulagningu Sparisjóðs Norðfjarðar. Vegna þess hversu vel gekk að safna stofnfé virðast eldri stofnfjáreigendur hafa fengið að halda eftir stærri hlut en í mörgum öðrum sparisjóðum.

Þetta kemur fram í kafla um Sparisjóð Norðfjarðar í Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir erfiðleika og falls sparisjóðanna sem kom út í gær.

Fall íslensku viðskiptabankanna hafði mikil áhrif á Sparisjóð Norðfjarðar eins og flesta aðra sparisjóði í landinu. Staðan var góð í byrjun árs 2008, hagnaður ársins 207 nam 305 milljónum króna, eigið fé sjóðsins var yfir miljarði og eiginfjárhlutfallið 15,8%.

Árið 2008 tapaði sjóðurinn hins vegar 816 milljónum króna, eigið féð var 135 milljónir króna í árslok og eigið fjárhlutfallið neikvætt um 0,9%. Fljótlega eftir hrunið varð ljóst að eiginfjárhlutfallið væri komið undir lögbundið lágmark.

Allir tilbúnir að gera það sem þeir gátu

Þá var ráðist í að safna nýju stofnfé og leitað til fyrirtækja á svæðinu og sveitarfélagsins Fjarðabyggðar. Á fáeinum mánuðum var aflað stofnfjárloforða upp á 253 milljónir króna.

„Það kom strax í ljós að við fengjum enga aðstoð nema að koma okkur sjálfir upp fjárfestum. Þá náttúruleg fórum við af stað á fullt að ræða við fólk, okkar bakland.

Það bara tóku þessu allir svona, menn vildu bara að sjóðurinn lifði og það voru allir tilbúnir að gera það sem þeir gátu í þeim efnum," er haft eftir þáverandi stjórnarformanni, Jóni Kr. Ólafssyni í skýrslunni.

Sjóðurinn óskaði jafnframt eftir 20% eiginfjárframlagi úr ríkissjóði snemma árs 2009. Fjármálaeftirlitið mat rekstararáætlun sjóðsins raunhæfa og lagði til að sjóðnum yrði veitt framlagið.

Meiri rýrnun eigna en upphaflega var metið

Fleiri sparisjóðir sóttu um slíkt framlag og var endurskoðunarfyrirtæki fengið til að gera áreiðanleikakönnun á sjóðunum. Niðurstaða úttektarinnar á Sparisjóði Norðfjarðar var sú að virðisrýrnun eigna væri 89 milljón króna meiri en ráð var fyrir gert, að teknu tilliti til skattaáhrifa.

Rýrnun eigna þýddi að stofnfjáraukningu upp á 380 milljónir króna þyrfti til að koma sjóðnum yfir viðmið um eiginfjárhlutfall. Ráðist var í sölu hlutabréfa til að mæta þessum kröfum.

Síðsumars 2009 var réðust Seðlabankinn og fjármálaráðuneytið í að endurskipuleggja sparisjóðina þegar ljóst varð að þeir myndu ekki allir uppfyllta skilyrði um framlag. Seðlabankinn var stærsti kröfuhafi sjóðanna og námu bankans hans á hendir Sparisjóði Norðfjarðar 532 milljónum króna.

Árið 2010 var ráðist í endurskipulagningu Sparisjóðs Norðfjarðar. Í henni fólst að elda stofnfé var fært niður um 76,4%, víkjandi láni Byggðastofnunar upp á 196 milljónir var breytt í stofnfé og 37 milljónir afskrifaðar, Seðlabankinn afskrifaði 268 milljónir, breytti 150 milljónum af skuldinni í stofnfé og 152 milljónum í víkjandi lán. Loks var gert ráð fyrir að lokið yrði við að borga inn 253 milljónir í nýtt stofnfé en aðkoma ríkisins var skilyrði hjá mörgum þeim sem áður höfðu lofað stofnfé fyrri greiðslu.

Meiri sanngirni út af vinnu heimamanna?

Að endurskipulagningunni lokinni átti Seðlabankinn 24% stofnfjár og Byggðastofnun 25,5% en hlutur þeirra færðist síðan til Bankasýslu ríkisins. Nýir stofnfjáreigendur áttu 40,6%, þar af Fjarðabyggð 22,4% og eldri stofnfjáreigendur 10%.

Heimamenn lögðu áherslu á að verja hlut eldri stofnfjáreigenda og í skýrslu til rannsóknarnefndarinnar sagði Vilhjálmur G. Pálsson, sparisjóðsstjóri, að stofnfjáreigendur hefðu vonast til að niðurfærslan yrði minni.

Jón Kristinn segir hins vegar í sinni skýrslu að Seðlabankinn hafi fyrst ætlað að færa þá eign niður í 5%. Hann segir vinnu heimamanna hafa skipt sköpum við hækkunina.

„Ég held það hafi kannski breytt stöðunni svolítið gagnvart okkur að okkur skyldi takast að fá nýtt stofnfé inn og reisa sjóðinn aftur, að menn hafi kannski aðeins sýnt okkur meiri sanngirni, þessum sjóði, heldur en sumum."

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar