Yfir 60 metra hviður í Hamarsfirði

Snjór Egilsstaðir

Vonskuveður hefur verið á Austurlandi í allan dag og ekki útlit fyrir að það lagist í bráð. Starfsmenn á álverssvæðinu áttu erfitt með að komast til vinnu og bálhvasst er í Hamarsfirði.

 

Austfirskir fjallvegir hafa verið merktir ófærir í kortum Vegagerðarinnar frá því eldsnemma í morgun. Fagridalur var opinn fyrst í morgun en lokaðist skjótt. Starfsmenn á álverssvæðinu sem fara áttu frá Héraði á Reyðarfjörð komust því sumir ekkert til vinnu í dag á meðan þeir sem luku vakt sinni í morgun komust ekki heim. 

 

Bálhvasst hefur verið í Hamarsfirði frá kvöldmat. Vindhraði tæpir 40 metrar á sekúndu að meðaltali og yfir 60 metrar í verstu hviðunum. Þá er orðið illfært víða innanbæjar, til dæmis á Egilsstöðum.

 

Ekkert var flogið til Egilsstaða í dag og hæpið virðist að nokkuð verði flogið fyrr en á sunnudag. 

 

Spáð er norðan 20-25 metrum á sekúndu á Austurlandi fram yfir miðjan dag á laugardag og talsverði snjókomu.


Foreldrum nemenda í Hallormsstaðarskóla hefur verið bent á fylgjast með fréttum klukkan hálfa átta í fyrramálið en útlit er fyrir að þar verði skólahald fellt niður vegna veðurs.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar