Báðir bæjarfulltrúar Á-listans halda áfram
Bæjarfulltrúarnir Gunnar Jónsson og Sigrún Harðardóttir skipa efstu tvö sætin á framboðslista Á-lista áhugafólks um sveitarstjórnarmál á Fljótsdalshéraði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor, líkt og þau gerðu fyrir síðustu kosningar.Listinn var samþykkt á félagsfundi í gær. Hann er fléttulisti, skipaður nýju körlum og níu konum.
1. Gunnar Jónsson, bóndi og formaður bæjarráðs, Egilsstöðum
2. Sigrún Harðardóttir, félagsráðgjafi, framhaldsskólakennari og bæjarfulltrúi, Egilsstöðum
3. Þórður Mar Þorsteinsson, grunnskólakennari, Egilsstöðum
4. Esther Kjartansdóttir, garðyrkjufræðingur og grunnskólakennari, Egilsstöðum
5. Sigvaldi H. Ragnarsson, bóndi og varabæjarfulltrúi, Jökuldal
6. Hrund Erla Guðmundsdóttir, matvælafræðingur og starfsmaður í verslun, Fellabæ
7. Jóhann Gísli Jóhannsson, bóndi, Eiðaþinghá
8. Guðríður Guðmundsdóttir, öryggissérfræðingur, Eiðaþinghá
9. Baldur Grétarsson, bóndi, Hróarstungu
10. Þórhildur Þöll Pétursdóttir, hjúkrunarfræðingur og framhaldsskólakennari, Fellum
11. Jón Ingi Arngrímsson, rafvirki og tónlistarskólastjóri, Fellabæ
12. Soffía S. Sigurjónsdóttir, húsmóðir, Fellabæ
13. Stefán Sveinsson, ferðaþjónustubóndi, Völlum
14. Margrét Dögg Guðgeirsdóttir Hjarðar, guðfræðingur og leiðbeinandi á leikskóla, Jökulsárhlíð
15. Jón Björgvin Vernharðsson, bóndi og verktaki, Jökuldal
16. Sigríður Ragna Björgvinsdóttir, leiðbeinandi grunnskólakennari og varabæjarfulltrúi, Fellabæ
17. Reynir Hrafn Stefánsson, vélamaður, Egilsstöðum
18. Alda Hrafnkelsdóttir, skrifstofumaður, Egilsstöðum