Gjaldkeri starfsmannafélags Fjarðaáls grunaður um fjárdrátt: Umtalsverðar upphæðir

alver alcoa april2013Gjaldkeri Sóma, starfsmannafélags Alcoa Fjarðaáls, hefur verið kærður til lögreglu en grunur leikur á að hann hafi dregið sér umtalsverðar upphæðir úr sjóðum félagsins.

Málið mun hafa uppgötvast við gerð ársreiknings fyrir félagið. Gjaldkeranum hefur verið vikið frá störfum, bæði hjá starfsmannafélaginu og Fjarðaáli, á meðan lögregla rannsakar málið.

„Málið varðar bara einn einstakling og er á engan hátt lýsandi fyrir okkar starfsmenn. Við störfum eftir ströngum siðferðisgildum hjá Alcoa Fjarðaál og beitum okkur í þá veru," segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Fjarðaáls.

Hún sagði óljóst um hversu háa upphæð væri að ræða en samkvæmt heimildum Austurfréttar er um að ræða „stóra upphæð" sem hleypur á milljónum króna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar