Póstkosning hjá VG
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 29. okt 2012 14:35 • Uppfært 14. nóv 2012 14:37

Kjördæmisráð Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi hefur samþykkt að efna til forvals fyrir alþingiskosningarnar 2013.
Kosið verður póstkosningu í sex efstu sætin þann 10. desember. Framboðsfrestur rennur út 19. nóvember og skal tilkynna framboð til kjörstjórnar á netfangið
Í yfirlýsingu frá kjörstjórn eru félagsmenn hvattir til að gefa kost á sér í forvalið.