Fyrirlestur um forvarnir gegn einelti

Kolbrún Baldursdóttir

Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur flytur í dag fyrirlestur um aðgerðir gegn einelti í húsnæði björgunarsveitarinnar Héraðs á Egilsstöðum. Tilgangurinn er að vekja athygli á málaflokknum, einkum meðal starfsfólks og sjálfboðaliða félagasamtaka.

Það er Æskulýðsvettvangurinn, samstarfsvettvangur Ungmennafélags Íslands, KFUM og KFUK á Íslandi, Bandalags íslenskra skáta og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, sem í haust stendur fyrir  hringferð um landið með 90 mínútna fræðsluerindi um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála.

Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur, flytur fyrirlestur byggðan á ný út kominni bók sinni, EKKI MEIR, sem er leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og börn. 

Tilgangurinn með erindinu er að vekja athygli á þessum málaflokki, opna betur augu starfsfólks og sjálfboðaliða fyrir því að vera vakandi og ávallt á verði gagnvart einelti og annarri óæskilegri hegðun. 

Erindin eru opin fyrir alla. 

Erindið í dag hefst klukkan 17:00 og er áætlað að það taki einn og hálfan tíma. Það er haldið í húsnæði björgunarsveitarinnar Héraðs að Miðási 1.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar