Sigmundur Davíð undirbjó fund með forsætisráðherra Hollands

sigmundur david feb13Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og fyrstu þingmaður Norðausturkjördæmis, gat ekki sótt fund þriggja sveitarfélaga með stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi fyrir skemmstu vegna annarra fundarhalda.

Í svari sem Austurfrétt barst í dag frá forsætisráðuneytinu segir að forsætisráðherra hafi látið aðstandendur fundarins vita fyrir fundinn að hann gæti ekki sótt hann.

Ástæðan var meðal annars „nauðsynlegur undirbúningur fundar með forsætisráðherra Hollands" en sá fundur er fyrsti tvíhliða fundur forsætisráðherra ríkjanna frá því að Icesave-deilan hófst haustið 2008.

Sigmundur var einn sex þingmanna kjördæmisins sem ekki mætti á fundinn. Valgerður Gunnarsdóttir og Höskuldur Þórhallsson hafa ekki enn svarað fyrirspurn Austurfréttar um fjarveruna.

Aðalefni fundarins voru erfiðleikar í atvinnumálum sem steðja að Djúpavogshreppi, Breiðdalsvík og Seyðisfjarðarkaupstað.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar