Fellaskóli 25 ára og Huginn Fellum 80 ára: Myndir

Fellaskóli 25 ára

Skólanefnd Fellaskóla átti í vandræðum með að fá menntamálaráðuneytið til að samþykkja heiti skólans þegar honum var komið á fót fyrir aldarfjórðungi. Haldið var upp á afmæli skólans og áttatíu ára Ungmennafélagsins Hugins Fellum um síðustu helgi.

Hátíðahöldin stóðu yfir í þrjá daga. Keppt var í skák á fimmtudegi, haldið upp á afmæli skólans á föstudegi og á laugardagsmorgni var borðtennismót.

Báðar greinarnar hafa löngum verið stundaðar af kappi í skólanum. Sverrir Gestsson, skólastjóri Fellaskóla, upplýsti að mikill áhugi væri á borðtennis í skólanum um þessar mundir. Þar mættu krakkarnir jafnvel kortér í níu til að geta byrjað að spila.

Á föstudaginn var formleg afmælisveisla skólans þar sem Þorsteinn P. Gústafsson, formaður fyrstu skólanefndar Fellaskóla, rifjaði upp byrjunina.

„Það var erfitt að fá heitið Fellaskóli viðurkennt í menntamálaráðuneytinu því fyrir var skóli í Reykjavík með sama heiti,“ sagði Þorsteinn. Það tókst þó um síðir, Fellamenn bentu meðal annars á að Reykvíkingar hefðu byggt sér Áskirkju en kirkja með því heiti hefði um aldaraðir staðið í Fellum.

Fellaskóli var fyrsta skólabyggingin í Fellahreppi. Áður var krökkunum kennt í heimakennslu, síðar á Hallormsstað og loks á Egilsstöðum. Af öðrum atriðum á afmælishátíðinni má nefna tónlistaratriði fyrsta bekks og fjöldadans. Austurfrétt leit við í tilefni dagsins.

fellaskoli_25ara_0003_web.jpgFellaskóli 25 áraFellaskóli 25 áraFellaskóli 25 áraFellaskóli 25 áraFellaskóli 25 áraFellaskóli 25 áraFellaskóli 25 áraFellaskóli 25 áraFellaskóli 25 ára

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar