Æskulýðsmót: Það er alveg þess virði að gefa Guð sjens

Poppmessa

Það var fjölmenni í íþróttahúsinu á Egilsstöðum á sunnudagsmorgni fyrir skemmstu þegar svokölluð Poppmessa fór fram. Hún markaði endalok landsmóts æskulýðssambands Þjóðkirkjunar sem fór fram á Fljótsdalshéraði. 

Þegar að klukkan sló ellefu endaði forspil flutt af ungri Egilsstaðastúlku og séra Jóhanna Sigmarsdóttir bað gesti um að signa sig og kynnti Mulungu sem er æskulýðsmóts lagið í ár. Stóðu gestir upp og tóku undir þetta lag sem varpað var upp á tvo risaskjái. 

Um leið sagðist hún nokkuð viss um að þetta hlyti að vera einhver fjölmennasta messa sem haldin hefur verið á svæðiðnu. Líklega er það rétt en gestir mótsins eru um 600 og með öllum þeim sem mættu til Messu hefur verið hátt í þúsund manns. 

Eftir frábæran flutning á Mulungu fluttu svo ungmenni á svæðinu ritningarlestur. Eftir það var farið beint í annað lag og myndaðist fín stemming í húsinu og klöppuðu gestir með hljómsveitinni Tilviljun en hún stóð sig með prýði alla messuna. Tilviljun er skipuð ungu fólki og er kristið band. 

Í poppmessuni stigu ýmis ungmenni upp á svið og sögðu frá trú sinni og greinilegt er að Guð spilar stórt hlutverk í hjarta margra ungmenna á Íslandi.

Jesú eins og vatn 

Séra Sólveig Lára Guðmundsdóttir steig upp á svið og fór með hugleiðingu. Sagði hún Jesú jafn mikilvægan sér og vatn. Hún gæti ekki lifað án vatns og gæti ekki lifað án Jesú. Lífið væri skraufaþurrt án Jesú.

Vopnfirðingar áttu svo sína fulltrúa en æskulýðsfélagið Kýros kom upp á svið og flutti lagið Traustur vinur frábærlega og ljóst er að Vopnfirðingar eru ríkir af ungu hæfileikafólki.

Undir lokin var farið með almennakirkjubæn og öllum sem komu á landsmótinu þakkað fyrir. Beðið var að blessa Malaví og allt það starf sem fyrir það er unnið. Hugga þau sem eru sorgmædd og hjálpa þeim sem eru veik. 

Ánægðir gestir frá Malaví 

Séra Sólveig kom þá í pontu og blessaði þá sem mættu. Eftir það voru blessunarorðin rokkuð og steig hljómsveitin Tilviljun á svið í síðasta skipti. 

Að loknum rokkuðum blessunarorðum kom séra Sigurvin Jónsson ritari stjórnar ÆSKÞ á svið og sleit vel heppnuðu móti. Fannst honum áberandi hvað allir væru glaðir á þessu móti og að gestirnir frá Malaví hefðu verið heillaðir af hjartahlýju ungmennana. 

Gaman var að sjá hvað allt gekk hnökralaust og virtust allir skemmta sér vel, bæði ungir landsmótsgestir og eldri sem mættu. 

 

poppmessa.jpgpoppmessa.jpg

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.