Skyggnst inn í Norðfjarðargöng – Myndband
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 26. ágú 2014 10:47 • Uppfært 26. ágú 2014 10:48
Hlynur Sveinsson, myndatökumaður í Neskaupstað, gægðist í gær inn í ný Norðfjarðargöng en búið er að grafa rúm 40% af heildarlengd ganganna í bergi.
Í síðustu viku voru grafnir samtals 93,8 metrar, þar af 30,8 metrar Eskifjarðarmegin og 63 Norðfjarðarmegin. Alls er búið að grafa 3124 metra eða 41,3% af heildarlengd ganga í bergi.
Hlynur fór af stað frá Norðfirði og keyrði inn í göngin þeim megin frá.
Ljósmynd: Ófeigur Ö. Ófeigsson