Jökuldælingar flýta smalamennsku: Erum búnir að vera í startholunum

smalmennska a hakonastodumÍ ljósi þess að gos hófst rétt eftir miðnætti í gær nyrst í Holuhrauni norður af Dyngjujökli hafa bændur á norðanverðum Jökuldal ákveðið að flýta smalamennsku um eina viku.

„Við ætlum að smala og taka heim fé úr svonefndum Fjallgörðum sem afmarkast af landssvæðinu austan Þríhyrnings og norðan vatna þ.e. Þverár -, Ána- og Sænautavatni og út að þjóvegi 1.“, segir Sigvaldi Ragnarsson bóndi á Hákonarstöðum og gangnastjóri Fjallgarða á umræddu svæði

„Við erum í raun að flýta smalamennsku um eina viku en við höfðum ráðgert að smala þann 5. september. Við erum í búnir að vera í startholunum vegna yfirvofandi vá, og klárir í slaginn með stuttum fyrirvara ef að þörf yrði á“, segir Sigvaldi í samtali við Austurfrétt.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.