Hálslón er fullt og rennsli verður á yfirfalli

Fossinn hverfandiÍbúar við Jökulsá á Brú fengu svo hljóðandi tilkynningu frá Landsvirkjun í morgun: Hálslón er fullt og rennsli verður á yfirfalli.

Eins og íbúar við Jökulsá á Brú þekkja er Jökulsáin tær bergvatnsá allt sumarið. En frá og með deginum í dag þegar lónið fylltist verður Jökulsáin eins flestir kannast við hana, mórauð og óárennileg.

Á meðfylgjandi mynd sést fossinn Hverfandi sem myndast þegar Jökla fer á yfirfall á Kárahnjúkastíflu. Allt sumarið er yfirfallið þurrt en þegar lónið fyllist fer Jökla að renna um yfirfallið og ofan í Dimmugljúfur í þessum tilkomumikla fossi sem hverfist undir oft á tíðum fallegum regnboga.

Mynd: Sigurður Aðalsteinsson

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.