Síldarvinnslan kaupir Gullberg UPPFÆRT

svn logoSíldarvinnslan hefur gengið frá kaupum á útgerðinni Gullbergi sem gerir út togarann Gullver og frystihúsinu Brimbergi á Seyðisfirði. Starfsfólk hefur verið boðað til fundar klukkan tíu.

Fundað var fyrr í morgun með bæjarstjórn Seyðisfjarðar fyrr í morgun.

Tíu dagar eru síðan Adolf Guðmundsson, framkvæmdastjóri útgerðarinnar neitaði því í samtali við DV að til stæði að selja útgerðina„Það er bara ekkert til í því. Ekkert svoleiðis í gangi.“

Þá hafnaði hann jafnframt því að hluthafar í útgerðinni hefðu nokkurn hug á að selja og bætti við að þeim tilboðum sem í útgerðina hefðu borist í gegnum tíðina hefði verið hafnað.

Síldarvinnslan birti á ellefta timanum tilkynningu um kaupin. Þar kemur fram að áfram verði gert út frá Seyðisfirði og lögð áhersla á að tryggja áframhaldandi framleiðslustörf í byggðarlaginu. Einnig að kaupin eru háð samþykk Samkeppniseftirlitsins.

Síldarvinnslan hf. hefur keypt öll hlutabréf í Gullbergi ehf. á Seyðisfirði sem gerir út togarann Gullver NS 12. Samhliða kaupum á togaranum keypti Síldarvinnslan húsnæði og búnað Brimbergs til fiskvinnslu á Seyðisfirði. Áfram verður gert út frá Seyðisfirði og lögðáhersla á að tryggja áframhaldandi framleiðslustörf tengd sjávarútvegi í byggðarlaginu. Fyrir rekur Síldarvinnslan fiskimjölsverksmiðju á Seyðisfirði.

Kaupin eru liður í að styðja við starfsemi Síldarvinnslunnar á Austurlandi. Með því að hafa útgerð og vinnslu á sömu hendi er traustari stoðum skotið undir heilsársstörf og atvinnulíf í byggðarlaginu. Það hefur verið stefna Síldarvinnslunnar að auka við sig bolfiskheimildir og breikka rekstrargrundvöll félagsins. Megináhersla síðustu áratugi hefur verið á veiðar og vinnslu uppsjávartegunda. Kaupin á Gullbergi eru í takt við áherslu stjórnenda Síldarvinnslunnar að fjölgagrunnstoðum í rekstri félagsins.

Gullver NS 12 er 674 tonna skuttogari, tæplega 50 metra langur og smíðaður í Noregi árið 1983. Aflamark togarans á yfirstandandi fiskveiðiári, 2014-2015, nemur 2.855 þorskígildistonnum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar