Nú er hægt að leigja hljóðbækur á bókasafninu: Vonum að þetta falli vel í kramið

hljódbækur heradsbokasafnNokkur af almenningsbókasöfnunum á Austurlandi fengu styrk úr Samfélagssjóði Alcoa í vor til kaupa á hljóðbókum sem sárlega hefur vantað á söfnin.

Fyrsti skammturinn af bókum kom austur fyrir skemmstu og voru þær afhentar á haustfundi Austfirskrar upplýsingar þann 17.október. Almenningsbókasöfnin hér fyrir austan skipta svo bókunum á milli sín.

„Þetta er bara fyrsta sendingin, við eigum von á fleiri hljóðbókum. Það eru margir búnir að bíða eftir þessu. Sérstaklega fólk sem á erfitt með lestur og eins fólk sem er að keyra langar vegalengdir.

Svo verð ég að koma því á framfæri að Dalalíf eftir Guðrúnu frá Lundi er nú fáanleg hjá okkur á hljóðbók, en þessi sveitarómans hefur verið aðal „hittarinn“ á öllum bókasöfnum um langt skeið. Við erum himinlifandi á bókasafninu og vonum að þetta falli vel í kramið,“ segir Jóhanna Hafliðadóttir forstöðukona Bókasafns Héraðsbúa í samtali við Austurfrétt.

Á myndinni má sjá Júlíu og Sigurlaugu, sérlegar hjálparhellur á Bókasafni Héraðsbúa, taka upp úr kassa frá Hljóðbókaklúbbnum og merkja diskana.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.