Besta þokumyndin fundin: Góð mynd segir meira en mörg orð
Búið er að tilkynna um úrslit í ljósmyndasamkeppni Þokuseturs Íslands um bestu þokumyndina, en keppni lauk þann 20. September síðastliðin.360 myndir bárust í keppnina að sögn Ívars Ingimarssonar, fyrrverandi atvinnumanns í knattspyrnu og eins af aðstandendum þokusetursins. „Þetta var gríðarlega hörð keppni og margar frábærar myndir sem komu til greina, en einungis ein mynd stendur uppi sem sigurvegari,“ segir Ívar
Myndin sem bar sigur úr bítum tók Benedikt Jónsson frá Breiðdalsvík og hreppti hann Canon Power Shot SX50 myndavél í verðlaun.
Í dómnefndinni voru valinkunnir einstaklingar. Fyrstan er að nefna Ragnar Axelsso,n þekktasta ljósmyndara landsins. Björg Björnsdóttir, verkefnisstjóri á sviði nýsköpunar og þróunar hjá Austurbrú, Barbara Gancarek-Sliwinska, ljósmyndari frá listaháskólanum í Poznan, Póllandi, Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingarfulltrúi Alcoa Fjarðaáls og Gunnar Gunnarsson, ritstjóri héraðsfréttamiðilsins Austurfréttar og áhugaljósmyndari.
„ Góð mynd segir meira en mörg orð. Við þökkum dómnefndinni kærlega fyrir sín störf og öllum þátttakendum fyrir að senda inn myndir. Til hamingju Benedikt,“ segir Ívar að lokum
Mynd: Sigurmyndin sem Benedikt Jónsson tók. Myndin er tekin á Breiðdalsvík
Sjá fleiri fréttir af þokusetri
RAX í dómnefnd um bestu þokumyndina
Farið austur til að sjá þokuna: Safna gögnum um Austfjarðaþokuna fyrir Þokusetur.
Íbúafundur um Þokusetur og atvinnumál