Páll Björgvin: Það eru lífsgæði að komast heim til fjölskyldu samdægurs

Páll Björgvin

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir það nauðsynlegt fyrir starfsmenn stjórnsýslunnar að geta farið fram og til baka samdægurs með flugi þegar þeir þurfi starfs síns vegna að fara til Reykjavíkur.

„Það er lífsnauðsynlegt að komast og komast hratt. Það eru lífsgæði að komast heim til fjölskyldunnar samdægurs, að þurfa ekki að gista yfir nótt í Reykjavík,“ sagði Páll Björgvin á opnum fundi um áhrif flutnings miðstöðvar innanlandsflug á Egilsstöðum í dag.

„Þetta er ekki flókið dæmi. Með flutningi miðstöðvarinnar eykst gistingar- og ferðakostnaður. Möguleikar á dagsferðum minnka og það dregur úr skilvirkni.“

Hann kallaði það „forsendubrest í núverandi skipulagi“ yrði flugið fært til Keflavíkur og velti upp þeirri spurningu hvort hætta væri á að störf flyttust af landsbyggðinni til höfuðborgarinnar með slíkum gjörningi.

„Ef dæminu yrði snúið við og stjórnsýsla myndi færast meira út á landsbyggðina, þá er bara búið að færa okkar vandamál til Höfuðborgarsvæðisins. Vilja Reykjavíkurbúar fara til Keflavíkur til að komast út á land?“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.