Opinn fundur um flugvallarmál á morgun

Flugfélag Íslands

Niðurstöður skýrslu um áhrif þess að færa innanlandsflug frá Reykjavík til Keflavíkur verða kynntar á opnum fundi sem hefst klukkan tólf á hádegi á Hótel Héraði á Egilsstöðum á morgun.

Það var endurskoðunarfyrirtækið KPMG sem vann skýrsluna að beiðni sex sveitarfélaganna á landsbyggðinni. Flosi Eiríksson, fyrrum bæjarfulltrúi í Kópavogi, var meðal þeirra sem leiddu vinnuna hjá KPMG en hann er framsögumaður á morgun.

Auk hans segir Skarphéðinn Smári Þórhallsson, framkvæmdastjóri Mannvits á Egilsstöðum, reynslusögu úr atvinnulífinu og Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, ræðir um áhrif á stjórnsýslu og atvinnulíf.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar