Skip to main content

Nauðsynlegt að fjölga lögreglumönnum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 19. okt 2012 16:00Uppfært 27. nóv 2012 15:59

logreglufelag austurlands.jpg

Lögreglufélag Austurlands skorar á stjórnvöld að læra af reynslu Norðmanna og hefja þegar í stað aðgerðir til að tryggja öryggi borgaranna. Það hafi verið skert með fækkun lögreglumanna.

Þetta kemur fram í áskorun sem samþykkt var á aðalfundi samtakanna á Seyðisfirði í gærkvöldi.

Þar er skorað á „á stjórnvöld að bregðast ekki þeirri frumskyldu sinni að vernda og þjóna þegnum landsins.“

Þau verði að „lærdóm af niðurstöðum norsku nefndarinnar sem skilað hefur niðurstöðum sínum vegna hryðjuverkanna í Noregi á síðasta ári.“

Í norsku skýrslunni var meðal annars gagnrýnt samskiptaleysi lögreglunnar, mistök og að hún hefði verið hikandi. Lögreglan þar hafi alls ekki verið tilbúin að takast á við árás eins og hryðjuverk Anders Breiviks. 

„Nauðsynlegt er að byrja nú þegar að fjölga lögreglumönnum á Íslandi og efla viðbúnað. Fækkun lögreglumanna hefur stórlega skert öryggi þeirra og um leið öryggi þegna landsins.“