Þotur EasyJet biðu af sér veðrið á Egilsstöðum

easyjet egs 10032015Tvær þotur frá breska lággjaldaflugfélaginu EasyJet lentu á flugvellinum á Egilsstöðum síðdegis í dag en ekki var hægt að lenda í Keflavík vegna veðurs. Ríflega 300 farþegar voru um borð.

Önnur vélin var að koma frá Basel í Sviss en hin frá Edinborg í Skotlandi. Í þeim voru annars vegar 140 farþegar og hins vegar 170 farþegar.

Til viðbótar beið ein smáþota á leið frá Grænlandi af sér veðrið á Egilsstöðum.

Vélarnar tóku bensín á Egilsstöðum en fóru í loftið um klukkan sex og lentu í Keflavík um kvöldmat.

Farþegar fóru ekki í land á fréttavef Vísis er sagt að tollyfirvöld hafi meinað þeim það. Jörundur Ragnarsson, umdæmisstjóri ISAVIA, segir það ekki rétt.

„Þetta er ákvörðun flugstjórans. Þeir vilja fara af stað eins fljótt og þeir geta. Við bönnum aldrei farþegum að koma í land."

Mynd: Auðdís Tinna Hallgrímsdóttir

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.