Borgarafundur um fjarskiptasamband á Héraði í kvöld

fjarskiptamalUpplýsinga- og umræðufundur um fjarskiptasamband á Fljótsdalshéraði verður haldinn í Egilsstaðaskóla í kvöld, fimmtudag, og hefst fundurinn klukkan 20.

Þar verður farið yfir mögulegar lagnaleiðir á ljósleiðara um dreifbýli og þéttbýli, ásamt því að velta upp ýmsum lausnum í fjarskiptamálum og kostnaði við þær. Á fundinn koma sérfróðir aðilar um fjarskiptamál, auk þess sem bæjarfulltrúar sitja fyrir svörum.

Íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að mæta á fundinn og taka þátt í umræðunni um þessi miklu hagsmunamál.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.