Hrognavertíðin loks farin að ganga þokkalega

lodnuhrogn webHrognavinnsla stendur nú yfir úr þremur skipum hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað. Dyntótt veður hefur sett strik í reikninginn á loðnuvertíðinni.

„Þetta er loksins farið að ganga þokkalega. Bjarni Ólafsson landaði í gær, Birtingur er undir núna og Börkur bíður við bryggju eftir að komast að í kvöld," segir Jón Már Jónsson, yfirmaður landvinnslu hjá Síldarvinnslunni.

Vinnsla á hrognum hófst í síðustu viku en ekki gengið jafn greitt og menn vildu út af dyntóttu veðri á miðunum.

„Það koma hlé á milli sem menn reyna að nýta sem best. Það er töluvert að sjá á miðunum en þungur sjór hefur gert veiðarnar erfiðar.

Menn hafa misst úr nótinni því hún hefur rifnað, ýmist út af veðri eða stórum köstum."

Hann segir hrognin líta vel út en þau bestu eru send á Japansmarkað. „Það sem við höfum fengið hentar vel í hrognavinnslu. Það er þroski hrognanna sem skiptir máli.

Við flokkum þetta í A og B hrogn. Í A flokkinum viljum við að pokinn sé farinn utan af þeim í 90% þeirra prufa sem við tökum og þau fara á Japansmarkað. Önnur hrogn fara í B flokkinn en við viljum helst ekki vinna hrogn sem fara undir 75%."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.