Bíða eftir svörum um fjármagn í ný hjúkrunarrými

hjukrunarheimili egs 11032015 0001 webForsvarsmenn Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) bíða eftir svörum frá velferðarráðuneytinu um hvort fjármagn fáist til að fjölga hjúkrunarrýmum þegar flutt verður inn í nýtt hjúkrunarheimili á Egilsstöðum. Þörf er á þeim til að stytta biðlista.

„Í dag eru 23 hjúkrunarrými á hjúkrunardeildinni sem koma til með að flytjast yfir í nýja hjúkrunarheimilið.

Við höfum vilyrði um sjö til viðbótar. Fjármögnunin er ekki tryggð en við bíðum svara frá velferðarráðuneytinu," segir Nína Hrönn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá HSA.

Stefnt er að vígslu heimilisins eftir viku og að flutt verði inn í það um miðjan apríl. Á því verða fjórar deildir, þrjár þeirra verða nýttar sem hjúkrunarheimili en eina mun HSA leigja undir fjögur sjúkrarými og dagþjónustu.

Um áramót voru 15 listar á biðlista eftir hjúkrunarrými á Fljótsdalshéraði. Því er þörf á auka rýminu til að geta stytt hann.

Austurfrétt fékk ekki svör um stöðuna frá velferðarráðuneytinu í dag. Forstjóri HSA á hins vegar bókaðan fund þar á morgun.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.