Varað við skriðuföllum í miklu vatnsveðri: Má búast við að allt fari á flot

breiddalsvik2008Veðurstofan miklu hvassviðri og úrkomu með hættu á ofanflóðum um nær allt land næsta sólarhringinn. Verst verður veðrið á sunnanverður landi og mun ofsinn teygja sig upp á sunnanverða Austfirði.

„Það eru engar staðbundnar viðvaranir í gangi, það verður bara mikið vatnsveður um allt land," segir Svava Björk Þorláksdóttir, sérfræðingur hjá Veðurstofunni.

Hvessa tekur austan lands seinni partinn í dag og búast má við sunnanstormi í kvöld. Lítið dregur úr honum í nótt heldur eflist hann enn frekar í fyrramálið þegar spáð er 20-30 metrum á sekúndum.

Hvassviðrinu fylgir mikil úrkoma og hlýindi en hitinn gæti farið upp fyrir tíu gráður í fjórðungnum á morgun.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sendi í gær frá sér viðvörun þar sem hætta getur skapast á vatnsflóðum, krapaflóðum og aurflóðum, einkum þar sem snjór hefur fallið nýlega.

„Loftið verður hlýtt og mjög hvasst þannig að það leysir mjög hratt. Þetta gildir um landið allt en mest verður þetta á suður- og suðausturlandi og teygir sig upp á sunnanverða Austfirði," segir Svava Björk.

Veðrið kemur úr suðri og sérstaklega vont sunnanmegin við fjöll á morgun en búast má við meira skjóli norðan þeirra.

„Það má búast við að það fari allt á flot, sérstaklega syðst í fjórðungnum. Því er nauðsynlegt að fólk hugi sérstaklega að niðurföllum og tryggi að það stífli þau ekkert þannig að vatnið geti óhindrað runnið sína leið," segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur.

Ekkert ferðaveður verður því fyrri partinn á morgun en síðdegis dregur verulega úr veðrinu og um kvöldmatarleyti á morgun verður komið „venjulegt sunnanhvassviðri."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.