Rafmagn skammtað í Neskaupstað

nesk jan12 webRafmagn er skammtað í Neskaupstað en línan milli Norðfjarðar og Eskifjarðar fór út í nótt. Viðgerðarflokkur er kominn á svæðið en ekki er ljóst hversu lengi rafmagnstruflanirnar vara.

Línan leysti út klukkan kortér í fjögur. Reynt var að koma afli á hana aftur en þar sem hún hélst ekki inni var klukkan kortér yfir sex ákveðið að keyra varaafl á Norðfirði. Rafmagnið þar er nú skammtað.

„Við settum þá í forgang sem eru að bjarga verðmætum. Við vildum leyfa frystihúsinu að klára sitt og nú höfum við sett rafmagn á sveitina þannig að bændur geti mjólka," segir Finnur Freyr Magnússon hjá rekstrarsviði RARIK á Austurlandi.

Enn er rafmagnslaust í hluta bæjarins og þannig verður það á víxl þar til að viðgerð er lokið og hætt að skammta.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.