Rafmagnið ekki lengur skammtað á Norðfirði

nesk jan12 webStarfsmönnum Landsnets tókst að koma straumi á raflínuna milli Eskifjarðar og Norðfjarðar um hádegisbil. Skömmtun á rafmagni á Norðfirði er því lokið.

Rafmagnið fór af svæðinu upp úr klukkan fjögur í nótt. Reynt var að koma straumi á línuna nokkrum sinnum en hann hélst ekki inni.

Þeim tilraunum var því hætt og ákveðið að bíða þar til að veðrið lægði. Gripið var til varaafls og skammtana um klukkan sex í morgun.

Minniháttar rafmagnstruflanir urðu í Breiðdal í hádeginu en stóðu stutt og virðist lokið.

Byggðalínuhringurinn er hins vegar í sundur á milli Borgarfjarðar og Hrútafjarðar sem veikir landskerfið. Ekki hefur enn þurft að skerða ótrygga orku sem fiskimjölsbræðslurnar nýta til dæmis en lítið má út af bregða.

Vind hefur víðast hvar lægt veru á Austurlandi frá því klukkan tíu í morgun.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.