Gistinóttum á Austurlandi fækkaði um helming í janúar

rfj fortitude 0003 webRíflega helmingsfækkun varð á skráðum gistinóttum á Austurlandi í síðastliðnum janúar samanborið við sama mánuð í fyrra. Miklu virðist hafa munað um tökulið Fortitude.

Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands voru gistinætur á Austurlandi í janúar í ár 885 talsins samanborið við 1897. Það er fækkun upp á meira en helming.

Umferð Íslendinga er um 2/3 af því sem hún var í fyrra en aðeins um 37% útlendinga. Gistinóttum þeirra fækkar alls um 800 frá í fyrra.

Séu tölurnar skoðaðar eftir þjóðernum sést að Bretum fækkar langmest en skráðar gistinætur þeirra eru ríflega 400 færri en í fyrra.

Þetta vekur upp spurningar um hversu mikil áhrif tökulið Fortitude-þáttanna hefur haft en leikarar og annað starfsfólk sem kom fyrst og fremst frá Bretlandi var áberandi í gistirými á Austurlandi seinni hluta janúar fyrir ári.

Þar með er þó ekki öll sagan sögð. Gistinóttum Japana fækkar um 180, Bandaríkjamanna um 150 og Þjóðverja um 80.

Eins er Austurlandi eini landshlutinn þar sem gistinóttunum fækkar. Annars staðar fjölgar þeim um 35-98% en fjölgunin á landvísu er að meðaltali 35%.

Eins eru langfæstar gistinætur skráðar á Austurlandi.

Tölur Hagstofunnar ná eingöngu til hótela sem opin eru allt árið.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.