Tryggvi Þór vill fyrsta sætið

tryggvi_thor.jpg

Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður, hefur ákveðið að gefa kost á sér í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Hann býður sig fram gegn sitjandi oddvita, Kristjáni Þór Júlíussyni.

 

Tryggvi Þór tilkynnti um ákvörðun sína á kjördæmisráðsfundi Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Tryggvi Þór, sem er með doktorspróf í hagfræði, settist á þing árið 2009 en hann er alinn upp á Norðfirði. Hann var í öðru sæti á listanum fyrir þær kosningar.

Kosið verður um uppröðun á listann í prófkjöri í janúar.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.