Ásta Kristín býður sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn

asta kristin sigurjonsdottir_2012_web.jpgÁsta Kristín Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú og bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, býður sig fram í þriðja sætið á lista Sjáflstæðisflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar.

 

Ásta Kristín, sem er viðskipta- og markaðsfræðingur að mennt, segist leggja áherslu á fjölbreytni í atvinnulífi og betri stuðning til lítilla og meðalstórra fyrirtækja.

„Ég tel mikilvægt að styðja betur við lítil og meðalstór fyrirtæki og að vöxtur atvinnulífsins sé forsenda þess að byggja upp nýtt og betra Ísland. Í mínum huga er fjölbreyttni í atvinnulífi mikilvæg og að styðja verði betur við frumkvæði einstaklinga til að byggja upp starfsemi sína. 

 

Finna verði leiðir til aukinnar sjálfbærni skapandi greina á Íslandi og að rekstarskilyrði fyrirtækja verði bætt auk þess að gæta að jafnræði þegar kemur að endurskipulagningu fyrirtækja.  Mikilvægt er að leggja fram raunhæfa áætlun í efnahagsmálum sem stuðlar að skattalækkun til frambúðar, hlúa þarf að grunnstoðum atvinnulífsins og gera þeim kleift að stunda arðbæran rekstur.

Jafna þarf menntunarmöguleika fólks á landsbyggðinni og gefa fólki kost á að sækja sér háskólamenntun á því svæði sem það hefur búsetu, í gegnum fjarnám. Til að byggja upp sterkt og öflugt samfélag þarf að vera gott samspil milli menntunar og atvinnulífs.

Styrkja þarf tiltrú almennings á Alþingi og brúa það bil og vantraust sem myndast hefur á síðustu árum, nauðsynlegt er að breyta ýmsum starfsháttum og vinna heilshugar að málefnum sem snerta alla íbúa landsins. 

Mikil gjá og almennt skilningarleysi ríkir oft á mismunandi aðstæðum fólks eftir því hvort það býr á landsbyggðinni eða höfuðborgarsvæðinu, þessa gjá þarf að fylla uppí með auknu upplýsingaflæði og gagnkvæmri virðingu fyrir mismunandi áherslum milli svæða og mikilvægi þess að halda uppi sterku þjónustustigi allra landshluta.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar