Fræðslufundur um veiruna á Egilsstaðabýlinu á morgun

egilsstadabylid jpg

Matvælastofnun hefur boðað til opins fræðslufundar um veiruna sem fannst á Egilsstaðabýlinu á Hótel Héraði klukkan 13:00 á morgun. Til stendur að taka sýni á öllum kúabúum landsins.

 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun í dag en óskin um að taka sýni um allt land kom frá Landssambandi Kúabænda.

 

Á næstu dögum verða tekin sýni til ræktunar á Egilsstaðabýlinu og kannað hvort veiran leynist annars staðar í Austurlandsumdæmi, sem nær frá Vopnafirði til Öræfa.

 

Við skimum eftir smitsjúkdómum í kúm fundust merki um barkarbólgu/smitandi fósturlát í kúm á búinu. Sjúkdómnum hefur verið útrýmt af Norðurlöndunum og aldrei áður greinst á Íslandi. Hann er í hópi alvarlegustu búfjársjúkdóma.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar