Skip to main content

Fróðleiksgraf: Norðfjarðargöng þá og nú

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 08. okt 2012 12:32Uppfært 04. maí 2013 16:04

nordfjardargong 1209e.jpgNý Norðfjarðargöng eru á næsta leiti – eða svona þar um bil. Til stendur að byrja á þeim á næsta ári og byrjað er að leita að hugsanlegum framkvæmdaaðilum. Nýju göngin ættu að verða mikil samgöngubót miðað við hin hálffertugu Oddsskarðsgöng.

Þau þóttu – og voru – mikil framför frá veginum yfir skarðið. Síðan hefur þjóðfélagið breyst, kröfurnar eru orðnar meiri um umferðaröryggi auk þess sem umferðin hefur margfaldast. Austurfrétt bar saman Norðfjarðargöng þá og nú.