Jón Björnsson verður framkvæmdastjóri Fjórðungsmóts Austurlands

JONB9683 jonb bjarki net 1Á Egilsstöðum var í gærkvöldi skrifað undir samstarfssamning við Jón Björnsson um að taka að sér framkvæmdastjórn fyrir Fjórðungsmót hestamanna á Austurlandi árið 2015 sem haldið verður í Stekkhólma á Fljótsdalshéraði 2.-5. júlí næstkomandi. Fjórðungsmót Austurlands er stærsti og elsti reglulegi viðburðurinn í hestamennsku á svæðinu og er haldið á fjögurra ára fresti.

Jón Björnsson er Akureyringur og félagi í Hestamannafélaginu Létti. Hann er mörgum hestamönnum að góðu kunnur, enda hefur hann lagt stund á hestamennsku, ræktun og rekstur tengdan hestamennsku til margra ára. Margir hafa eflaust séð hann á hestamannamótum um allt land með myndavélina sína, enda er hann einn drjúgasti hestaljósmyndari landsins.

„Ég er mjög spenntur fyrir þessu verkefni. Það er góð stemning fyrir mótinu og aðstæður í Stekkhólma eru frábærar,“ segir Jón.

Aðspurður um mikilvægi Fjórðungsmótsins segir Jón: „Mér finnst býsna mikilvægt að hestamennskan á Norðausturlandi öllu hafi þennan vettvang til að sýna sín bestu hross. Breiddin er mikil á svæðinu og ef okkur tekst ætlunarverk okkar, sem er að laða að öll þessu góðu hross og hestaáhugamenn allt frá Dalvík til Hornafjarðarsveita þá veit ég að framtíð Fjórðungsmóta á Austurlandi er björt.“

Jón segir aðalmarkmiðið vera að gera þetta að skemmtilegasta móti ársins í hestamennskunni. „Fjölskylduvænt og skemmtilegt er það sem við vinnum útfrá, með að sjálfsögðu alvöru keppni.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar