Austfirskir sundstaðir undirmannaðir

haust.gif

Heilbrigðiseftirlit Austurlands áminnir sundstaði um að fylgja reglum um sundlaugarvörslu. Eftirlitinu er víða ábótavant í fjórðungnum.

 

Í bókun frá síðasta fundi heilbrigðisnefndar segir að eftirlitinu hafi borist ábendingar um að sundlaugarvörslu hafi verið ábótavant í sumar. Slíkt sé brot á lögum um sund og baðstaði og sé „litið mjög alvarlegum augum.“

Helga Hreinsdóttir, framkvæmdastjóri HAUST, segir að eftirlitinu hafi borist ábendingar um að starfsmenn þyrftu stundum að vera einir í vörslu. Á því hafi verið tekið. Menn geri sér grein fyrir að erfitt sé í rekstri lítilla sundlauga að manna þannig að alltaf séu tveir baðverðir á vakt.

Í reglugerð segir að á sund- og baðstöðum skuli alltaf vera laugarvarsla meðan gestir séu í laug. Starfsmenn sem sinni laugargæslu eiga að fylgjast stöðugt með gestum í laug og laugarsvæði og ekki sinna öðrum starfi samhliða. Fyrir stærri og flóknari sundlaugar er þess krafist að alltaf séu minnst tveir laugarverðir við gæslu.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.