Snjór í byggð á Austurlandi

rsz 1rsz 1img 8819Íbúar á Héraði og víðar á Austurlandi vöknuðu upp við fannhvíta jörð í morgun, þrátt fyrir að komið sé fram í júní. Útlit er fyrir áframhaldandi kulda og úrkomu fram eftir vikunni.

Samkvæmt heimasíðu Vegagerðarinnar er hálka á Fjarðarheiði og hálkublettir á Fagradal og í Oddskarði. Sömuleiðis er þæfingsfærð á Vatnsskarði eystra.

Norræna kom til Seyðisfjarðar í morgun og hafa tollverðir vísað ferðamönnum inn í upplýsingamiðstöð þar sem þeir fá upplýsingar um færð á vegum og viðeigandi aksturslag áður en haldið er af stað yfir Fjarðarheiði.

Einnig þurft að afísa flugvél Flugfélags Íslands eftir þegar hún kom til lendingar á Egilsstöðum í morgun. Sumarið virðist ekki alveg vera komið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar