„Hver röndóttur!" Laumufarþegi í innanlandsflugi
Farþegum með morgunvél Flugfélags Íslands frá Egilsstöðum til Reykjavíkur á föstudagsmorgun brá nokkuð í brún þegar suðandi laumufarþegi birtist óvænt um borð í vélinni.Um var að ræða hunangsfluga sem virðist hafa skotist um borð á Egilsstöðum. Samkvæmt heimildum Austurfréttar héldu farþegar ró sinni og báðu flugfreyjuna um plastpoka til að hægt væri að fanga fluguna.
Engum sögum fer af afdrifum röndótta laumufarþegans og í svari við fyrirspurn Austurfréttar sagði Árni Gunnarsson, forstjóri Flugfélags Íslands, að atvikið væri ekki skráð hjá félaginu og hann ekki frétt af því.
Annað slagið komi fyrir að flugur laumist um borð í flugvélarnar líkt og önnur farartæki en það skapi engin stórvandræði.