Kvenfélagið safnaði fyrir sundlaug

2015 06 sundlaug breiddalsvik fjoll largeÞann 15. júní nk. verður sundlaugin í Breiðdalsvík opnuð almenningi á ný. Meðlimir Kvenfélagsins Hlífar tóku saman höndum og höfðu forystu um söfnun fjármuna til endurbóta á lauginni.

Sundlaugin hefur verið opin yfir sumarið og mikið notuð af íbúum á Breiðdalsvík og gestum þeirra, ásamt innlendum og erlendum ferðamönnum. Árið 2012 varð leka vart í sundlauginni sem jókst svo næsta sumar, og haustið 2013 var fyrirséð að ekki yrði kleift að opna sundlaugina á komandi sumri án þess að skipta um dúk í henni.

Vegna fjárhagsstöðu sveitarfélagsins var því ekki fært að ráðast í verkið á þeim tíma og því óvíst að laugin yrði opnuð aftur sumarið 2014. Kvenfélagið Hlíf ákvað því á að hafa forystu um að safna nægum fjármunum og sjá þannig til þess að laugin gæti opnað um sumarið.

Kvenfélaginu tókst að safna 1,5 milljónum króna til endurbóta á lauginni með styrkjum frá fyrirtækjum og félagasamtökum á svæðinu. Þá lagði sveitarfélagið einnig fram eina milljón.

Tafir urðu á verkefninu af ýmsum ástæðum, þannig að laugin var ekki opin sumarið 2014. En eins og meðfylgjandi mynd sýnir er sundlaugin nú tilbúin til að taka á móti gestum sem geta notið alls þess sem Breiðdalur hefur upp á að bjóða.
 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar