Skip to main content

Jónas Sig og Ómar Guðjóns á ferð um Austurland

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 22. nóv 2012 15:35Uppfært 17. des 2012 15:35

jonas sig bogginn_0001_web.jpg

Tónlistarmennirnir Jónas Sigurðsson og Ómar Guðjónsson eru á ferð um landið og heimsækja Austurland í vikunni. Tvennir tónleikar eru þegar búnir.

Jónas og Ómar spiluðu á Vopnafirði í fyrrakvöld og á Eskifirði í gærkvöldi. Í kvöld spila þeir í Herðubreið á Seyðisfirði, annað kvöld verða þeir í Sláturhúsinu á Egilsstöðum og í Fjarðarborg á Borgarfirði á laugardagskvöld. Allir tónleikarnir hefjast klukkan 21:00.

 

Þá troða þeir upp í hádeginu á morgun í N1 á Egilsstöðum. Síðustu tónleikarnir á svæðinu verða í Löngubúð á Djúpavogi klukkan 13:00 á sunnudag og á Höfn um kvöldið.

 

Óskar og Jónas halda fjórtán tónleika á fjórtán dögum. Þeir lögðu af stað á húsbíl en skiptu fljótt yfir á jeppa í vetrarfærðinni. Heimamenn hafa komið fram með þeim á tónleikunum. Á Ísafirði var það Mugison og þá hafa ljóðskáld einnig bæst í hópinn á sumum stöðum.