Ferðamenn dregnir upp úr Austdalsá

torleidi skalanes austdalssaBjörgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði var kölluð út nú síðdegis þegar beiðni um aðstoð barst frá tveimur erlendum ferðalöngum sem fest höfðu bílaleigubíl sinn á leiðinni í Skálanes, nánar tiltekið í Austdalsánni.

Björgunarsveitin fór þegar á staðinn. Þegar þangað var komið höfðu ferðamennirnir náð að koma sér sjálfir upp á bakkann hinu megin en bíllinn var enn í miðri ánni.

Björgunarsveitin dró bílinn upp á bílaplan við ánna og sótti ferðafólkið yfir ánna. Það var heilt á húfi og verður flutt til Seyðisfjarðar.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.