Norðausturkjördæmi eða Norðausturríki?

nesk jpg

Þóroddur Bjarnason prófessor og Jón Þorvaldur Heiðarsson lektor við Háskólann á Akureyri kynna á opnum fundi á Egilsstöðum á morgun niðurstöður úr skýrslunni „Starfsemi ríkisins í Norðausturkjördæmi.“

Skýrslan var tekin saman í sumar að beiðni landshlutasamtaka sveitarfélaga en það er Samband sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) sem stendur fyrir fundinum.

Í skýrslunni er tekið saman hversu miklu af skattfé ríkisins er eytt og aflað í Norðausturkjördæmi. Í niðurstöðum segir útgjöld ríkisins fyrir Austurland sé 113 milljónum króna hærri en gjaldahlutfallið. Ríkið leggur til peninga til að styrkja þjónustu sveitarfélaga en er með minni þjónustu sjálft á svæðinu.

Málþingið hefst klukkan 12:30 á Hótel Héraði og er öllum opið.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.